Í tilefni af 60 ára afmæli sundlaugar Mühleye Visp í Wallis kantónu í Sviss, var ákveðið að bjóða upp á áskorunina Fjarkasundið sem fólst í því að synda vegalengd sem samsvarar hæð tuttugu útvaldra fjalla í nágrenni Visp sem eru öll yfir fjögurþúsund m y.s. (hér nefndir fjarkar). En þess má geta að í Wallis eru margir hæstu tindar Alpanna, eða 41 fjarki, þ.á.m. hið fræga Matterhorn.
Verkefnið hófst í byrjun tímabilsins að vori 2023 og í lok sumars voru um 60 þátttakendur sem höfðu skráð sig og 30 þeirra höfðu synt vegalengd sem samsvarar 20.000 hæðarmetrum. Verðlaunahafarnir voru dregnir út á síðasta sunddeginum og höfðu sigurvegarnir mikla ánægju af því að fá í verðlaun þyrluflug yfir hina glæsilegu Alpa sem þau höfðu nýlega lokið við að synda upp á.
Í upphafi tímabilsins fyrir árið 2024 hefst önnur umferð. Að þessu sinni er verkefnið útvíkkað alla leið til Íslands. Við fundum skemmtilega vinasundlaug á Akureyri og ætlar sundfólkið þar að synda með okkur á svissnesku fjarkana og íslensk tröllafjöll. Því nú er einnig í boði að synda upp á íslensk eldfjöll, jökla og allskonar fell og fjöll.
Það verður spennandi að sjá hvert þessi fjallasunds-vinátta leiðir okkur.