Vatnskrafturinn

Hreyfing og íþróttir eru mikilvæg fyrir almenna heilsu og lífsþrótt. Að æfa í vatni er alveg eins góð og önnur þjálfun, ef ekki aðeins betri – vegna frumefnisins „vatns“ og eiginleika þess:

Uppdrifskraftur:
Þyngdarkrafturinn sem dregur okkur niður til jarðar er reiknaður í einingunni Newton (10 N ≈ 1 kg · 9,8 m/s2). Sá sem vegur 70 kíló upplifir um það bil 700 Newton þyngdarkraft. Þyngdaraflið er líka í vatni, en á allt annan hátt. Þéttleiki vatns og uppdrifskraftur þess gerir okkur kleift að líða „þyngdarlaus“ í þessu frumefni.

Meginregla Arkimedesar útskýrir þetta frekar: Þegar líkami er að hluta eða öllu leyti á kafi í vökva, verður hann fyrir uppdrifskrafti sem jafngildir þyngd vökvans sem hann ýtir frá sér. Ef manneskja sem vegur 70 kíló er sett á kaf í fullt ker af vatni ryður hún frá sér 63 lítrum af vatni. Þetta þýðir að hún vegur aðeins 7 kíló í vatni sem jafngildir 70 Newton þyngdarkrafti.

Að hreyfa sig í vatni getur verið góður kostur fyrir fólk í yfirþyngd og fólk sem vill létta á og vernda liði og/eða stoðkerfi.

Þrýstingur:
Meginregla Pascals útskýrir hvernig þrýstingur eykst eftir því sem við förum dýpra í vatnið. Vatnsþrýstingurinn þrýstir stöðugt á brjóstkassann. Að anda inn verður aðeins erfiðara, en útöndun verður aðeins auðveldari. Vatnskrafturinn setur einnig þrýsting á æðarnar. Blóðið streymir auðveldara til hjartans, sem síðan fyllist af meira blóði. Hjartslátturinn dælir síðan meira blóði inn í líkamann. Þetta veldur því að hjartað vinnur betur í vatni en á landi.

Vatnsþrýstingurinn auðveldar útöndun og bætir blóðrásina. Í vatninu hefur líkaminn mótstöðu gegn hverri hreyfingu, sem aftur bætir vöðvastyrk.

Hitastig:
Vatn leiðir hita miklu hraðar en loft. Þess vegna er allt öðruvísi að vera í 20°C vatni en 20°C lofthita. Í vatninu þarf líkaminn strax að laga sig að hitastigi. Þessi eiginleiki vatnsins hefur leitt til ýmissa vatnsmeðferða eins og víxlbaða, kaldra fótabaða, setubaða o.s.frv. sem allar eru ætlaðar til að styrkja líkamann í einni eða annarri mynd.

Að fara í sund getur verið á svo margan hátt til heilsubótar.